Stjórnendur leiðandi fyrirtækja á Útflutningsþingi 6. maí

Íslenskt atvinnulíf efnir til Útflutningsþings fimmtudaginn 6. maí á Hótel Nordica kl. 8:30-13:00. Þar munu stjórnendur leiðandi íslenskra útflutningsfyrirtækja miðla af reynslu sinni og rýna í framtíðina. Þátttakendum gefst kostur á að ræða við hóp reyndra stjórnenda undir lok þingsins en formlegri dagskrá lýkur kl. 12:00 með léttum hádegisverði og tengslamyndun til kl. 13:00. Samtök atvinnulífsins, Útflutningsráð og Íslandsbanki boða til þingsins. 

Á Útflutningsþingi 2010 verða kynnt sóknarfæri í útflutningi og leiðir inn á nýja markaði ásamt því sem birtar verða upplýsingar um stöðu útflutnings í dag. Þá verður ennfremur veitt greinagott yfirlit yfir stuðningsumhverfi útflutningsfyrirtækja.

Opinberar spár gera ráð fyrir lítilli aukningu útflutnings á næstu árum en íslenskt atvinnulíf vill leggja sitt af mörkum til að þær spár gangi ekki eftir og blása til sóknar. Fjárfesting í útflutningsstarfsemi og aukinn útflutningur Íslendinga er forsenda hagvaxtar.

Dagskrá og skráning á vef Útflutningsráðs

Þátttökugjald er kr. 3.000 sem greiðist við innganginn.

Dagskrá þingsins er þrískipt:

Kl. 9:00-10:00

Um stöðu útflutnings í dag fjalla Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins hf. og varaformaður SA, Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.

Um fjármögnun og sókn á nýja markaði fjalla Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka,  Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, Sigsteinn Grétarsson, forstjóri Marel á Íslandi, Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Strokks Energy.

Um reynslu, þekkingu og stuðningsumhverfi fjalla Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, Eldar Ástþórsson, kynningarstjóri Gogoyoko.com, Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Rúnar Ómarsson, framkvæmdastjóri Nikita.

Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangár, flytur lokaorð.

Þingstjóri er Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Opna háskólans í HR.

Skráning hefst kl. 8:30 en formleg dagskrá hefst stundvíslega kl. 9:00 og lýkur kl. 12:00 með léttum hádegisverði og tengslamyndun til kl. 13:00.