Stefnumót við stjórnendur leiðandi fyrirtækja á Útflutningsþingi fimmtudaginn 6. maí

Samtök atvinnulífsins, Útflutningsráð og Íslandsbanki efna til Útflutningsþings fimmtudaginn 6. maí á Hótel Nordica kl. 8:30-13:00. Á þinginu munu stjórnendur leiðandi íslenskra útflutningsfyrirtækja miðla af reynslu sinni og rýna í framtíðina ásamt því sem upplýsingar um stöðu útflutnings frá Íslandi verða birtar. Í hádeginu verður boðið upp á léttan hádegisverð og tengslamyndun en þá gefst þátttakendum einstakt tækifæri á að ræða í góðu tómi við fjölbreyttan hóp stjórnenda sem flytja erindi á þinginu - samanlögð reynsla þeirra og þekking á íslensku atvinnulífi og útflutningi er gríðarlega mikil.

Þeir sem flytja erindi á Útflutningsþingi og verða til viðtals við þátttakendur þingsins milli kl. 12 og 13 eru eftirfarandi aðilar:

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins hf. og varaformaður SA, Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka,  Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, Sigsteinn Grétarsson, forstjóri Marel á Íslandi, Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Strokks Energy.

Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, Eldar Ástþórsson, kynningarstjóri Gogoyoko.com, Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Rúnar Ómarsson, framkvæmdastjóri Nikita og Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangár.

Dagskrá og skráning á vef Útflutningsráðs

Þátttökugjald er kr. 3.000 sem greiðist við innganginn.