Stefnumót Litla Íslands 20. nóvember

Litla Ísland efnir til stefnumóts, miðvikudaginn 20. nóvember kl. 8.30-10 á Grand Hótel Reykjavík, til að fylgja eftir Smáþingi sem haldið var þann 10. október 2013. Taktu því tímann frá og skráðu þig til leiks en á þessum opna vinnufundi verða teknar ákvarðanir um helstu áherslur og markmið í starfi Litla Íslands - nýs vettvangs þar sem lítil fyrirtæki vinna saman óháð atvinnugreinum.

Ljóst er að hlúa þarf vel að þessum fyrirtækjum því tækifærin eru mikil ef þau fá að blómstra. Þannig sýnir könnun Samtaka atvinnulífsins sem birt var á Smáþingi að lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi áforma fjölgun um 17.500 störf næstu 3-5 árin.  Lítil fyrirtæki með allt að 50 starfsmenn áforma fjölgun um 14 þúsund störf og munar um minna.

Það eru Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök SA sem eru bakhjarlar Litla Íslands. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan. Sjáumst!

SMELLTU TIL AÐ SKRÁ ÞIG

Ef þú misstir af Smáþinginu eða vilt rifja upp það sem þar fór fram eru upptökur af erindum hér að neðan ásamt upplýsingaefni. Efnið er einnig að finna síðu Litla Íslands á Facebook: www.facebook.com/LitlaIsland. Hátt í 400 manns tóku þátt í Smáþinginu.

Hjálmar Gíslason stofnandi og framkvæmdastjóri DataMarket, setti Smáþingið frá Boston með mjög áhugaverðu erindi sem vakti marga til umhugsunar:

Pétur Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Medialux, kveikti í salnum með frábærri ræðu um lífið á Litla Íslandi, áskoranirnar sem eigendur lítilla fyrirtækja eru að kljást við dag frá degi.

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði að framtíðina bjarta ef litlu fyrirtækin fái að njóta sín - það þurfi þó að bæta starfsumhverfi þeirra.

Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri Truenorth undirstrikaði mikilvægi þess fyrir lítil fyrirtæki að á Íslandi sé heilbrigt verktakaumhverfi.

Við sóttum í smiðju hins heimsfræga sagnfræðings Niall Fergusson sem bendir á hversu skaðleg of þung reglubyrði er litlum fyrirtækjum sem eru helsta uppspretta nýrra starfa á vinnumarkaðnum.

Flottur hópur frumkvöðla steig á stokk og tók þátt í umræðum og sagði reynslusögur af hinu smáa og stóra. Sigmar Guðbjörnsson, formaður Samtaka sprotafyrirtækja og framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda tók fyrstur til máls 

Unnur Svavarsdóttir stofnandi GoNorth ákvað að stofna eigið fyrirtæki árið 2010 eftir að hafa starfað í ferðaþjónustu alla tíð. Hún sagði okkur m.a. frá því á Smáþingi hvers vegna GoNorth varð til. 

Árni Þór Árnason, stjórnarformaður Oxymap, talaði á Smáþingi um aðdráttarafl Íslands og hversu gaman væri að koma nýjungum á framfæri.

Guðrún Jóhannesdóttir í Kokku sagði Íslendinga djarfa, til í að stökkva út í djúpu laugina og stofna ný fyrirtæki.

Andrés Jónsson hjá Góðum Samskiptum fjallaði á Smáþingi m.a. um leitina að hæfa fólkinu - hvar er það? 

 Í lokaspurningu var horft til þess sem má bæta ...

Páll Jóhannesson og Andri Gunnarsson, lögmenn hjá Nordic Lögfræðiþjónustu sýndu fram á að það er skynsamlegt fyrir ríkissjóð að bæta skattaumhverfi lítilla fyrirtækja.

Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte á Íslandi vill að endurskoðun lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði auðvelduð ein og tíðkast í nágrannalöndum okkar.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, flutti lokaorð þingsins. Ljóst er að hún er öflugur bandamaður lítilla fyrirtækja á Íslandi. Hún vill hlusta á sjónarmið þeirra í vinnunni sem er framundan við að bæta viðskiptaumhverfið en þar er af ýmsu að taka.

Svona eru lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi:

Lítil fyrirtæki á Íslandi eru STÓR

17.500 ný störf í boði

Tengdar fréttir á vef SA:

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra vill hlúa að litlu fyrirtækjunum

Skattkerfið og hár fjármagnskostnaður takmarka vöxt lítilla og meðalstórra fyrirtækja

Íslendingar mjög jákvæðir í garð lítilla fyrirtækja

Lítil og meðalstór fyrirtæki greiddu 2/3 heildarlauna í atvinnulífinu 2012

Það er líflegt á Litla Íslandi

Lítil og meðalstór fyrirtæki áforma fjölgun um 17.500 störf næstu 3-5 ár


Íslendingar eru framtakssamir samkvæmt nýjustu mælingum


Hagstæðara skattaumhverfi fyrir smærri fyrirtæki


Verktakar mikilvægir litlum fyrirtækjum

Endurskoðun lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði auðvelduð