Stefnumót frumkvöðla og fjárfesta í Þjóðleikhúskjallaranum

Föstudaginn 31. október næstkomandi munu 12 ungir og upprennandi frumkvöðlar kynna viðskiptaáætlanir sínar fyrir fjárfestum í Þjóðleikhúskjallaranum. Dagskráin hefst kl. 13 og stendur fram eftir degi en kl. 18 verða veitt verðlaun fyrir bestu hugmyndina. Háskóli Reykjavíkur og Listaháskóli Íslands efna til stefnumótsins en tilgangurinn með samstarfi skólanna er að leysa sköpunarkraft úr læðingi og tryggja að góðar hugmyndir geti orðið að veruleika. Framtíðin er björt þegar horft er til virkjunarmöguleika íslensks hugarafls.

Sjá nánar auglýsingu HR og LHÍ