Fréttir - 

24. Júní 2008

Stefnumót atvinnulífsins í Evrópu 2009

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Stefnumót atvinnulífsins í Evrópu 2009

Ákveðið hefur verið að stefnumót atvinnulífsins í Evrópu, European Business Summit, fari fram dagana 26.-27. mars 2009 í Brussel. Þetta verður í sjöunda skiptið sem stefnumótið fer fram en samantekt um það sjötta má nú nálgast á vefnum. Orku- og umhverfismál voru þar í fyrirrúmi. Evrópusamtök atvinnulífsins (BUSINESSEUROPE) og framkvæmdastjórn ESB eru meðal þeirra sem standa að stefnumóti atvinnulífsins í Evrópu en þar koma saman ráðamenn þjóða, stjórnmálamenn, stjórnendur stórfyrirtækja, leiðtogar ESB, fulltrúar félagasamtaka og fjölmiðla til að ræða framtíðina.

Ákveðið hefur verið að stefnumót atvinnulífsins í Evrópu, European Business Summit, fari fram dagana 26.-27. mars 2009 í Brussel. Þetta verður í sjöunda skiptið sem stefnumótið fer fram en samantekt um það sjötta má nú nálgast á vefnum. Orku- og umhverfismál voru þar í fyrirrúmi. Evrópusamtök atvinnulífsins (BUSINESSEUROPE) og framkvæmdastjórn ESB eru meðal þeirra sem standa að stefnumóti atvinnulífsins í Evrópu en þar koma saman ráðamenn þjóða, stjórnmálamenn, stjórnendur stórfyrirtækja, leiðtogar ESB, fulltrúar félagasamtaka og fjölmiðla til að ræða framtíðina.

Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins eru aðilar að BUSINESSEUROPE.

Sjá nánar:

Samantekt um European Business Summit 2008 á www.ebsummit.org

Umfjöllun SA um stefnumótið 2008

Samtök atvinnulífsins