Stefnir í fjölmenni á aðalfundi SA í dag

Hátt í 400 manns hafa boðað komu sína á aðalfund Samtaka atvinnulífsins sem fer fram í dag, miðvikudaginn 22. apríl. Yfirskrift fundarins er Atvinnulífið skapar störfin en fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica. Fundurinn hefst kl. 14:00 með venjulegum aðalfundarstörfum en opin dagskrá hefst kl. 15:00 með erindi formanns SA, Þórs Sigfússonar, og ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Þrír stjórnendur úr atvinnulífinu munu leggja á ráðin um hvernig hægt sé að skapa 20.000 störf, þau Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa og Steinunn Sigurðardóttir, fatahönnuður.

Smelltu til að skrá þig!


Dagskrá lýkur kl. 16:30 þegar atvinnulífið kveður vetur og fagnar sumri. Þá gefst kærkomið tækifæri til að hitta fólk úr öllum geirum atvinnulífs á Íslandi til skrafs og ráðagerða um hvernig hægt er að leggja grunn að kröftugu samfélagi til framtíðar.

Á aðalfundi SA verða fulltrúar fyrirtækja sem veita 50-60 þúsund manns atvinnu.

Í SA eru um 2.000 aðildarfyrirtæki - 3 af hverjum 4 með 20 starfsmenn eða færri.

Fundarstjóri er Hrund Rudolfsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Marel Food Systems. 

Smellið hér til að nálgast dagskrá fundarins (PDF)