Stefna SVÞ í Evrópumálum

Innan SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu hefur að undanförnu farið fram skoðun á því hvort félagsmenn telji hag sínum betur borgið með öðrum gjaldmiðli en íslensku krónunni. Þessi vinna hefur verið framkvæmd í framhaldi af því að stjórn Samtaka atvinnulífsins beindi því til aðildarfélaga sinna síðastliðið haust að þetta mál yrði tekið til ítarlegrar skoðunar. Stjórn SVÞ ákvað að fela Evrópunefnd SVÞ að fjalla um málið og hefur hún skilað tillögum sínum.  

Stjórn SVÞ staðfestir og tekur undir niðurstöður Evrópunefndarinnar í meginatriðum.

Sjá niðurstöðurnar á vef SVÞ