Starfsmenntaverðlaunin 2007 – tilnefningar fyrir 2. nóvember

Starfsmenntaverðlaun Starfsmenntaráðs og Menntar árið 2007 verða veitt í nóvember. Verðlaunin verða veitt í þremur flokkum: flokki fyrirtækja, flokki fræðsluaðila og í opnum flokki sem nær meðal annars til einstaklinga og verkefna. Frestur til að senda inn tilnefningar er til 2. nóvember. Tilnefningar skal senda á sérstökum eyðublöðum sem finna má á vef Starfsmenntaráðs.