20. janúar 2022

Spjall atvinnulífsins: Fjarvinna og sveigjanleiki á vinnumarkaði

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Spjall atvinnulífsins: Fjarvinna og sveigjanleiki á vinnumarkaði

Í þættinum ræðir Íris Mist Arnardóttir, lögfræðingur hjá SA, við þá Pétur Veigar Pétursson, mannauðsstjóra Veritas Capital og Ketil Berg Magnússon, mannauðsstjóra Marel í N-Evrópu og Rússlandi, um fjarvinnu og reynslu þeirra. Að þættinum loknum eru sýnd tvö fræðsluerindi er varða fjarvinnu.

Fjarvinna hefur á siðustu árum rutt sér til rúms í fjölmörgum fyrirtækjum. Tækniframfarir og verkefnamiðuð vinna hafa leitt af sér frekari vilja starfsmanna til að stýra betur staðsetningu sinni. Þannig hafa mörg fyrirtæki tekið upp fjarvinnustefnu og sett sér reglur eða viðmið um hlutfall fjarvinnu.

Með heimsfaraldrinum fjölgaði afar hratt þeim sem þurfa eða vilja vinna hluta starfa sinna annars staðar en á hefðbundinni starfsstöð, hvort sem það er heima við eða annars staðar. Í Spjalli Atvinnulífsins að þessu sinni ræðir Íris Mist Arnardóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins við þá Pétur Veigar Pétursson, mannauðsstjóra Veritas Capital og dótturfyrirtækja, og Ketil Berg Magnússon, mannauðsstjóra Marel í N-Evrópu og Rússlandi.

Að þættinum loknum eru tvö fræðsluerindi tengd fjarvinnu. Fyrst mun Guðmundur Heiðar Guðmundsson, lögmaður hjá Samtökum atvinnulífsins, fara yfir regluverk i kringum fjarvinnu. Síðan mun Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Vinnueftirlitinu, fer yfir vinnuvernd og áhættumat í sambandi við fjarvinnu.

Þáttinn má finna hér í varpinu.

Samtök atvinnulífsins