Sóknarfæri í menntamálum – ráðstefna SA og VÍ hefst kl. 14

Í dag, fimmtudaginn 9. október munu Samtök atvinnulífsins  og Viðskiptaráð Íslands kynna sameiginlega sýn samtakanna um hvernig hægt er að sækja fram með umbótum í menntamálum. Ný skýrsla samtakanna, Stærsta efnahagsmálið, verður kynnt á ráðstefnu SA og VÍ á Grand Hótel Reykjavík kl. 14-16. Innan atvinnulífsins hefur sú skoðun lengi verið ríkjandi að brýnt sé að breyta íslensku menntakerfi með það í huga að efla framleiðni og samkeppnishæfni þess. Að mati SA og VÍ eru umbætur í menntamálum eitt mikilvægasta efnahagsmál komandi ára.

Meðal þátttakenda á ráðstefnunni í dag eru Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, og Kristin Clemet, fyrrverandi menntamálaráðherra Noregs. Að loknum erindum þeirra og kynningu á skýrslunni fara fram umræður þar sem taka þátt auk menntamálaráðherra, Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Jóna Á. Gísladóttir, foreldri og rithöfundur, Stefán Einar Sigmundsson, nemandi við Menntaskólann á Akureyri og Valdís Lilja Andrésdóttir, umsjónarkennari við Ísaksskóla.

Skráning og nánari dagskrá á vef VÍ

Rætt var við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, forstöðumann mennta- og nýsköpunarsviðs SA í Bítinu á Bylgjunni í morgun, um ráðstefnuna, menntamálin, samspil atvinnulífs og skóla og samkeppnishæfni Íslands.

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið við Þorgerði