Sóknarfæri á sviði íslenskrar hönnunar

Íslensk fatahönnun veltir um fimm milljörðum króna á ári og innlend sala er áætluð um tveir milljarðar króna. Á síðasta ári seldu íslensku fyrirtækin Nikita, Elm Design og Andersen & Lauth fyrir tvo og hálfan milljarð króna erlendis. Félagar í Fatahönnunarfélagi Íslands eru 50 og um 500 manns vinna greininni þar sem veruleg sóknarfæri eru til staðar. Til samanburðar má nefna að 10.000 manns vinna við fatahönnun í Danmörku, greinin veltir þar 544 milljörðum og fatahönnun er í 4. sæti yfir útflutning Dana.

Þetta kom fram í máli Steinunnar Sigurðardóttur, fatahönnuðar, en hún ávarpaði aðalfund SA fyrst allra hönnuða á síðasta degi vetrar.

Steinunn Sigurðardóttir, fatahönnuður.


Á aðalfundi SA ræddi Steinunn m.a. um þá miklu möguleika sem eru til staðar í skapandi greinum á Íslandi. Hagtölur um greinina liggja ekki fyrir og er umfang hennar því áætlað en þó er ljóst að íslensk hönnun skiptir orðið verulegu máli fyrir atvinnu- og efnahagslífið og sóknarmöguleikar eru þar margir.

Steinunn veitti aðalfundargestum skemmtilega innsýn inn í starfsumhverfi hönnuða og dró fram á skýran hátt hversu mikla vinnu þurfi að inna af hendi frá því hugmynd kviknar þar til vara lítur dagsins ljós með tilheyrandi markaðssetningu og söluáætlunum. Steinunn sagðist sækja sinn innblástur í söguna og náttúruna eins og sjá má glöggt af meðfylgjandi mynd.

Íslensk náttúra og hönnun
Miðja hönnunar og lista á Íslandi

Í erindi sínu fjallaði Steinunn m.a. um miðborg Reykjavíkur sem hún sagði vera miðju hönnunar og lista á Íslandi. Í miðborginni hefur hreiðrað um sig mikill fjöldi íslenskra hönnuða, verslanir með hönnun og listasöfn. Steinunn sagði að í raun mætti líta á miðborgina sem eitt stórt sýningarsvæði fyrir íslenska hönnun sem væri einstakt og það mætti þróa áfram enn frekar til betri vegar. (Lista yfir hönnuði, verslanir og söfn í miðborginni má nálgast hér að neðan).

Framtíðarsýn nýútskrifaðra arkitekta á Íslandi
Það er ljóst að Íslandi veitir ekki af skapandi hugsun til að takast á við þær fjölmörgu áskoranir sem blasa við þjóðinni. Á aðalfundi SA ræddi Steinunn um framtíðarvonir og væntingar nýútskrifaðra arkitekta á Íslandi sem hún hefur unnið með og þar á bæ vantar ekki hugmyndir. Varðandi framþróun miðborgarinnar og upplyftingu sýndi Steinunn m.a. hugmynd að heitum potti á miðjum Laugaveginum, framúrstefnulegum söguskiltum sem yrði komið fyrir vítt og breitt um miðborgina og hugmynd að jólaskreytingum sem væru byggðar á íslenskri arfleið.

HOT POT á Laugavegi?

Steinunn hvatti Reykjavíkurborg til að endurhugsa jólaskrautið fyrir næstu jól og hvatti sömuleiðis fyrirtæki í ólíkum greinum til að vinna meira saman. Það væri kjörið að fá hönnuði til að setjast í ráðgjafarráð framleiðslufyrirtækja og eins væri kjörið að fólk með góða og dýrmæta rekstrarþekkingu til að leggja íslenskum hönnuðum lið í þeirri sókn sem framundan er.

Jólaskraut í miðborginni - 2009 línan?


Sjá nánar:

Hönnun & list - verslanir & gallerý  í miðborg Reykjavíkur:

ELM Design

Asta Creative clothes

Hanna

Aftur

Spakmannsspjarir

Gust

Rósa Helga

BIRNA

66° North

María Lovisa

Lykkjufall

Andersen & Lauth herra

Hildur Bolladóttir

Dogma

STEiNUNN

Eggert Feldskeri

E-label

Cintamani

Juniform

Andersen & Lauth konur

Ryk

Nostrum

Thelma Design

Dead

Nostrum

Húfur sem hlægja

Nakti Apinn

Ein Vera Kalda

Orr

Kirsuberjatréð

Blue Lagoon

Aurum

Dún og Fiður

Kraum

Handprjónsambandið

Listaselið

Art and Design

Listasmiðja Ófeigs

Monthe & Simonsen

Moods of Norway

Merimekko

ER

Bitte Kai Rand

Kron Kron

Kisan

Rammagerðin

Kogga

Sautján

Gilbert

Smekkleysa

12 tónar

Skífan

Mál og Menning

Skuld

Listasafn Íslands

Listasafn Reykjavíkur

Gallery i8

Gallery 101

Gallery Terpentine

Gallery