Snilldarlausnir framhaldsskólanema komnar í ljós

Úrslit í hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna, Snilldarlausnum Marel, liggja nú fyrir. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, afhenti í dag hugmyndaríkum framhaldsskólanemum viðurkenningar fyrir að búa til hagnýta hluti úr einföldu herðatré. Bestu hugmyndina átti Valdís Steinarsdóttir sem bjó til nýstárlegan gítarstand. Einnig fengu Elís Rafn Björnsson og Ari Páll Ísberg  viðurkenningu fyrir hjálpartæki sem nýtist við endurvinnslu og Kristinn Pálsson fékk viðurkenningu fyrir fatahengi. Samtök atvinnulífsins voru meðal bakhjarla keppninnar.

Yfirlit yfir verðlaunahafa og hugmyndir þeirra, m.a. myndbönd þar sem verðlaunasköpun þeirra er skýrð út, má nálgast á vef Snilldarlausna.

Samtök atvinnulífins óska verðlaunahöfunum til hamingju með snilldarlausnirnar.

Sjá nánar:

Vefur Snilldarlausna Marel