Smáþing verður sett á morgun - tryggðu þér sæti í dag

Mikill áhugi er á Smáþingi sem fram fer á Hilton Reykavík Nordica á morgun, fimmtudaginn 10. október. Hátt í 300 manns úr atvinnulífi og stjórnmálum hafa boðað komu sína á þingið. Þeir sem vilja bætast í hópinn eru hvattir til að skrá sig strax í dag til að tryggja sér sæti. Á Smáþingi verður stofnaður nýr vettvangur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi, undir merkjum Litla-Íslands þar sem fyrirtæki vinna saman óháð atvinnugreinum. Litla Ísland hefur hreiðrað um sig á Facebook þar sem verður opinn umræðuvettvangur fyrir lítil fyrirtæki á Íslandi.

S2013

Þingið er opið og er ekkert þátttökugjald en nauðsynlegt er að skrá sig.

Að loknu þingi munu SA og aðildarfélög samtakanna kynna þjónustu sína. Á Smáþingi gefst kjörið tækifæri til að

hitta frískan hóp úr atvinnulífinu og tala saman.

DAGSKRÁ SMÁÞINGS

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

Litla-Ísland á Facebook

Vertu vinur minn!