Slysatrygging sjómanna, morgunfundur 10. maí

Hið íslenska sjóréttarfélag boðar til fræðafundar um slysa-tryggingu sjómanna þriðjudaginn 10. maí nk. Frummælandi verður Guðmundur Sigurðsson, dr. juris., dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.  Að loknu erindi hans verða almennar umræður.

Fyrir nokkrum misserum sömdu aðilar vinnumarkaðarins um breytingar á slysatryggingu sjómanna. Þessar breytingar eru byltingarkenndar og hafa veruleg áhrif á stöðu sjómanna sem slasast alvarlega við störf sín. Í framsöguerindi verður gerð grein fyrir því til hvað sjómanna hin nýja slysatrygging tekur og með hvað hætti hún hefur gjörbreytt þeirra réttarstöðu.

Fundurinn hefst kl.  08.00 í fundarsal lögmannsstofunnar Logos, Efstaleiti 5, Reykjavík.  Boðið verður upp á léttar veitingar.

Skráning

Félagar og aðrir áhugamenn um sjórétt, vinnurétt og vátryggingarétt eru hvattir til að fjölmenna. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til jona@logos.is, eigi síðar en kl. 12:00, 09. maí 2005.