Skráningu lýkur í dag: Námskeið í miðlun upplýsinga um samfélagsábyrgð fyrirtækja

Dagana 27-28. október næstkomandi heldur danska ráðgjafarfyrirtækið Grontmij | Carl Bro tveggja daga námskeið í miðlun upplýsinga um samfélagsábyrgð fyrirtækja, í samræmi við viðmið Global Reporting Initiative (GRI). Námskeiðið verður haldið í Reykjavík, í kjölfar fundar norræna Global Compact tengslanetsins, dagana 25-26. október.

Grontmij | Carl Bro er samstarfsaðili GRI á Norðurlöndunum (GRI Certified Training Partner) og vottað af GRI til að skipuleggja og halda námskeið í miðlun upplýsinga um samfélagsábyrgð fyrirtækja í samræmi við viðmið GRI. Námskeiðið er þróað af GRI í samvinnu við Grontmij | Carl Bro. Námskeiðið nýtist öllum þeim sem hafa hug á að vinna markvisst með samfélagsábyrgð og miðla upplýsingum um starfið á skipulegan hátt.

Námskeiðið kostar dkk 6250 (~ kr 130.000) fyrir þátttakendur frá íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Almennt verð fyrir námskeiðið er 9500 dkk.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér að neðan eða á www.grontmij-carlbro.dk.

Skráning til 14. október:

Vinsamlegast skráið ykkur á námskeiðið í síðasta lagi 14. október 2010 með því að hafa samband við Stefán Einarsson (sei@gmcb.dk) eða Heidi Hjorth (hih@gmcb.dk) sem gefa jafnframt nánari upplýsingar.

*Athugið að lágmarksfjöldi þátttakenda í námskeiðinu er 6 þátttakendur og Grontmij | Carl Bro áskilur sér rétt til að aflýsa námskeiðinu ef sá fjöldi næst ekki. Haft verður samband við skráða þátttakendur við fyrsta tækifæri og í síðasta lagi 15. október með nánari upplýsingar.

Sjá nánar:

Upplýsingar um námskeið Grontmij | Carl Bro (PDF)

Norrænn fundur Global Compact í Reykjavík