Skráningu á morgunverðarfund SA 16. júní lýkur í dag

Hátt í 200 manns hafa nú þegar boðað komu sína á morgunverðarfund Samtaka atvinnulífsins um nauðsynlegar umbætur í fjármálum hins opinbera en skráningu á fundinn lýkur í dag. Fundurinn fer fram þann 16. júní á Grand Hótel Reykjavík kl. 8:30-10:00 í salnum Gullteig.

Á fundinum verður kynnt nýtt rit SA um fjármál hins opinbera og tillögur SA til umbóta. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra mun á fundinum bregðast við tillögum SA og fjalla um fjármál ríkisins.

Sérstakur gestur fundarins verður David Croughan frá samtökum atvinnurekenda á Írlandi og mun hann m.a. segja frá aðgerðum Íra í kreppunni.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, kynnir tillögur SA en að afloknum framsöguerindum Steingríms J. Sigfússonar og David Croughan fara fram umræður.

Í umræðunum taka þátt, Bjarni Benediktsson, alþingismaður,  Kirstín Flygenring hagfræðingur, Oddný G. Harðardóttir, alþingismaður, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður, Steingrímur Ari Arason, forstjóri og Sigríður Guðjónsdóttir lögreglustjóri.

Tillögur SA að umbótum í fjármálum hins opinberaFundarstjóri er Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu.

Fundurinn hefst kl. 8:30 í salnum Gullteig og verður lokið kl. 10:00. 

Léttur morgunverður frá kl. 8:00.

Dagskrá fundarins má nálgast hér (PDF)

Þátttakendur fá eintak af riti SA um fjármál hins opinbera.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞÁTTTÖKU