Skoðanakönnun um afstöðu SA til ESB og upptöku evru

Framkvæmdastjórn SA hefur ákveðið að fram fari rafræn skoðanakönnun meðal aðildarfyrirtækja SA um hvort þau séu fylgjandi eða andvíg því að SA beiti sér fyrir aðild Íslands að ESB og upptöku evru sem gjaldmiðils á Íslandi. Könnunin stendur nú yfir en félagsmenn Samtaka atvinnulífsins hafa fengið sent lykilorð í tölvupósti til að taka þátt í könnuninni.

Ef lykilorð hafa ekki borist félagsmönnum  af einhverjum orsökum eru þeir hvattir til að hafa samband við skrifstofu SA. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 591-0000.

Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið: jonina@sa.is