Efnahagsmál - 

16. Desember 2008

Skiptar skoðanir innan SA um ESB og evru

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Skiptar skoðanir innan SA um ESB og evru

Niðurstöður skoðanakönnunar meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins um afstöðu þeirra til þess hvort samtökin eigi að beita sér fyrir aðild að ESB og upptöku evru liggja nú fyrir. Niðurstöðurnar voru kynntar á fundi stjórnar SA í dag. Meirihluti er í fimm aðildarsamtökum SA fyrir því að SA beiti sér fyrir aðild að ESB og upptöku evru en meirihluti í þremur er því andvígur. Skoðanir eru mjög skiptar í þessu máli innan samtakanna og á grundvelli niðurstaðna könnunarinnar er staðfest að SA muni ekki beita sér fyrir aðild Íslands að ESB og upptöku evru á Íslandi. SA verða áfram virkur þátttakandi í Evrópuumræðunni og munu gæta hagsmuna allra félagsmanna á grundvelli þess að skoðanir eru skiptar um hvort sækja eigi um aðild að ESB eða ekki.

Niðurstöður skoðanakönnunar meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins um afstöðu þeirra til þess hvort samtökin eigi að beita sér fyrir aðild að ESB og upptöku evru liggja nú fyrir. Niðurstöðurnar voru kynntar á fundi stjórnar SA í dag. Meirihluti er í fimm aðildarsamtökum SA fyrir því að SA beiti sér fyrir aðild að ESB og upptöku evru en meirihluti í þremur er því andvígur. Skoðanir eru mjög skiptar í þessu máli innan samtakanna og á grundvelli niðurstaðna könnunarinnar er staðfest að SA muni ekki beita sér fyrir aðild Íslands að ESB og upptöku evru á Íslandi. SA verða áfram virkur þátttakandi í Evrópuumræðunni og munu gæta hagsmuna allra félagsmanna á grundvelli þess að skoðanir eru skiptar um hvort sækja eigi um aðild að ESB eða ekki.

Skoðanakönnun SA fór fram dagana 24. nóvember - 5. desember 2008. Félagsmenn voru spurðir: Vill þitt fyrirtæki að SA beiti sér fyrir aðild Íslands að ESB og upptöku evru sem gjaldmiðils á Íslandi?  Svarmöguleikar voru , nei og tekur ekki afstöðu. Könnunin var send til 1.649 félagsmanna í átta aðildarfélögum SA. Fyrirtækin hafa vægi í samtökunum eftir stærð og var þátttakan 62,6% á grundvelli atkvæðavægis fyrirtækjanna.

Niðurstaðan var sú að fyrirtæki með 42,7% atkvæða svöruðu spurningunni játandi, 40,1% neitandi og 17,0% tóku ekki afstöðu. Ef einungis er litið til þeirra sem tóku afstöðu þá svöruðu 51,6% játandi og 48,4% neitandi.

Niðurstöður fyrir einstök aðildarfélög má nálgast hér að neðan. Afstaða SVÞ er eindregið með því að SA beiti sér fyrir aðild að ESB og upptöku evru en samtök sjávarútvegsins eru eindregið á móti. Meirihluti innan SAF og SI svöruðu játandi en meirihluti innan SART svaraði neitandi. Innan SFF og Samorku tók mikill meirihluti ekki afstöðu.

Niðurstaða eftir aðildarfélögum SA

Niðurstaða könnunar SA meðal aðildarfélaga

Könnunin var rafræn. Félögin sem tóku þátt voru Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), Samtök ferðaþjónustunnar (SAF), Samtök orku- og veitufyrirtækja (Samorka), Samtök atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði (SART), Samtök fiskvinnslustöðva (SF), Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ).

Framkvæmd og úrvinnsla var í höndum Outcome hugbúnaðar.

Samtök atvinnulífsins