Skipbrot peningastefnu Seðlabankans

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að núverandi staða efnahagsmála staðfesti fyrst og fremst skipbrot peningastefnu Seðlabankans. Hana þurfi að endurskoða.  "Það er í raun ömurleg staða að gengið skuli sveiflast svona mikið," segir Vilhjálmur. Aðspurður um hugmyndir um að íslensku bankarnir fái rýmri kjör hjá Seðlabankanum segir Vilhjálmur það eðlileg viðbrögð Seðlabankans þar sem um allan heim séu seðlabankar að reyna að lána bönkum.  "Mér finnst það því eðlileg viðbrögð að Seðlabanki Íslands sé að þessu leyti að ganga svipaða leið."