Efnahagsmál - 

11. desember 2008

Skilyrði vegna uppgjörs í erlendri mynt verði rýmkuð

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Skilyrði vegna uppgjörs í erlendri mynt verði rýmkuð

Samtök atvinnulífsins, Samtök fiskvinnslustöðva og Landssamband íslenskra útvegsmanna fagna því að fram sé komið stjórnarfrumvarp á Alþingi um að fyrirtækjum verði heimilað að gera upp ársreikninga í erlendri mynt á þessu ári enda hafa samtökin hvatt til þess að umrædd heimild verði veitt. Samkvæmt frumvarpinu geta félög sótt um heimild ársreikningaskrár fyrir 15. desember 2008 til færslu bókhalds og samningar ársreiknings í erlendum gjaldmiðli annars vegar vegna reikningsárs sem hefst 1. janúar 2008 eða síðar á því ári og hins vegar vegna reikningsársins sem hefst 1. janúar 2009. Samtökin leggja þó áherslu á að skilyrðum sem uppfylla þarf verði rýmkuð og að tímafrestur verði lengdur til 31. desember.

Samtök atvinnulífsins, Samtök fiskvinnslustöðva og Landssamband íslenskra útvegsmanna fagna því að fram sé komið stjórnarfrumvarp á Alþingi um að fyrirtækjum verði heimilað að gera upp ársreikninga í erlendri mynt á þessu ári enda hafa samtökin hvatt til þess að umrædd heimild verði veitt. Samkvæmt frumvarpinu geta félög sótt um heimild ársreikningaskrár fyrir 15. desember 2008 til færslu bókhalds og samningar ársreiknings í erlendum gjaldmiðli annars vegar vegna reikningsárs sem hefst 1. janúar 2008 eða síðar á því ári og hins vegar vegna reikningsársins sem hefst 1. janúar 2009. Samtökin leggja þó áherslu á að skilyrðum sem uppfylla þarf verði rýmkuð og að tímafrestur verði lengdur til 31. desember.

Þetta kemur fram í umsögn samtakanna til efnahags- og skattanefndar Alþingis sem er með málið til umfjöllunar. Samtökin leggja til eftirfarandi breytingar:

1. Í gildandi lögum er 3. tl. 8 gr. svohljóðandi: "Félög sem hafa meginstarfsemi sína hér á landi en eru með verulegan hluta tekna sinna frá erlendum aðilum í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum, enda teljist hann vera starfrækslugjaldmiðill samkvæmt settri reikningsskilareglu."

Lagt er til að í stað þess orðist hún svo:

"Félög sem hafa meginstarfsemi sína hér á landi en verulegur hluta tekna er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum eða erlendur gjaldmiðill hefur afgerandi áhrif á söluverð vöru eða þjónustu, enda teljist hann vera starfrækslugjaldmiðill samkvæmt settri reikningsskilareglu."

2. Breyta þarf dagsetningunni 15. desember í 31. desember í ljósi þess skamma tíma sem er til stefnu.

Breyting 8. gr. samkvæmt ofangreindu er í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) og hefði m.a. í för með sér að orkufyrirtæki uppfylltu skilyrði laganna.

Sjá nánar:

Umsögn SA, SF og LÍÚ (PDF)

Frumvarpið á vef Alþingis

Samtök atvinnulífsins