Skert samkeppnishæfni utan evrunnar?

Á iðnþingi Samtaka iðnaðarins í dag kynnti Vilmundur Jósefsson, formaður SI, niðurstöður viðhorfskönnunar sem Gallup gerði fyrir samtökin, en þær sýna yfirgnæfandi stuðning við að hafnar verði viðræður um aðild að ESB. Í ályktun þingsins kemur fram sá vilji SI að Ísland sæki um aðild. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ávarpaði þingið og fjallaði erindi hans um samkeppnisstöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Að mati utanríkisráðherra verður evran mesti áhrifavaldurinn í umræðunni um hugsanlega aðild Íslands að ESB. "Stóra spurningin er hvort Ísland þoli til lengdar þá skertu samkeppnishæfni sem kann að fylgja því að standa utan evrunnar," sagði Halldór m.a.


Sjá ræðu formanns SI og niðurstöður viðhorfskönnunar Gallup.


 

Sjá ályktun iðnþings.


 

Sjá ræðu utanríkisráðherra.