Skelfilegar verðbólgutölur

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við mbl.is nýjar verðbólgutölur skelfilegar enda hafi verðbólga ekki mælst jafn mikil í tæpa tvo áratugi. Verðbólgan í apríl mældist 11,8% og hefur ekki verið jafn há í tæp átján ár. Er þetta mesta mánaðarhækkun verðbólgu í tuttugu ár. Aðspurður um hvaða áhrif þetta hafi á nýgerða kjarasamninga segir hann að kjarasamningarnir hafi verið byggðir á ákveðnum hugmundum um þróun mála og tölurnar nú séu alls ekki sú framtíðarsýn sem menn höfðu þá. "Vonast var til þess að kaupmáttur yrði nokkuð stöðugur en nú eru horfur á  kaupmáttarrýrnun á árinu. Þar að segja ef gengi krónunnar styrkist ekki á ný."

Sjá nánar á vef mbl.is