Efnahagsmál - 

23. september 2010

Skattatillögur SA og VÍ kynntar kl. 8:30

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Skattatillögur SA og VÍ kynntar kl. 8:30

Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands kynna í dag ítarlegar tillögur að umbótum á skattkerfinu sem miða að því að efla fjárfestingar, stuðla að sköpun nýrra starfa og bæta lífskjör landsmanna. Tillögurnar verða kynntar á opnum morgunverðarfundi samtakanna sem hefst á Hilton Reykjavík Nordica kl. 8:30 og stendur til k. 10:00. Rúmlega 300 stjórnendur úr íslensku atvinnulífi hafa boðað komu sína á fundinn en þar mun m.a. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, bregðast við tillögunum.

Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands kynna í dag ítarlegar tillögur að umbótum á skattkerfinu sem miða að því að efla fjárfestingar, stuðla að sköpun nýrra starfa og bæta lífskjör landsmanna. Tillögurnar verða kynntar á opnum morgunverðarfundi samtakanna sem hefst á Hilton Reykjavík Nordica kl. 8:30 og stendur til k. 10:00. Rúmlega 300 stjórnendur úr íslensku atvinnulífi hafa boðað komu sína á fundinn en þar mun m.a. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, bregðast við tillögunum.

Ljóst er að skattamálin hvíla þungt á atvinnulífinu um þessar mundir - einkum breytingar á skattkerfinu sem stjórnvöld hafa ráðist í og valda atvinnulífinu og ríkissjóði skaða. SA og VÍ telja nauðsynlegt að flestar breytingar sem gerðar hafa verið að undanförnu á löggjöf um skattalegt umhverfi fyrirtækja gangi til baka eða verði breytt enda eru þær flestar til þess fallnar að draga úr fjárfestingum og vilja til þátttöku í atvinnurekstri og jafnframt líklegar til þess að draga úr skatttekjum ríkisins.

Nánari upplýsingar um fundinn á vef SA

Samtök atvinnulífsins