Skattar ekki lausnin, þvert á móti

Ýmislegt sem haldið er fram um flugheiminn og losun gróðurhúsalofttegunda á ekki við nein rök að styðjast. Þannig hafa alþjóðasamtök flugfélaga að eigin frumkvæði ákveðið að minnka losun um 10% milli áranna 2000 og 2010, en á síðustu 40 árum hefur losun á hvern floginn farþegakílómetra minnkað um 70%. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Jóns Karls Ólafssonar forstjóra Icelandair Group á fundi Samtaka atvinnulífsins um loftslagsmál og atvinnulífið á Grand Hótel Reykjavík. Jón Karl benti á að næsta kynslóð Boeing flugvéla, sem væntanlegar væru á markað, myndu nota 20% minna eldsneyti en sambærilegar vélar gera í dag. Jón Karl lagði áherslu á það að sérstakir umhverfisskattar væru engin lausn, þvert á móti þá gætu þeir dregið úr möguleikum fyrirtækjanna á að fjárfesta í nýrri tækni til að minnka losun.

5. des - Jón Karl Ólafsson

Sjá erindi Jóns Karls Ólafssonar (PPT-skjal).