Efnahagsmál - 

02. Janúar 2008

Skattadagurinn 9. janúar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Skattadagurinn 9. janúar

Skattadagur Deloitte, í samstarfi við Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands og Viðskiptablað Morgunblaðsins, verður haldinn miðvikudaginn 9. janúar 2008 á Grand Hótel Reykjavík. Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, setur fundinn en meðal frummælenda er Richard Teather skattasérfræðingur og kennari við háskólann í Bournemouth. Hann mun fjalla um skattasamkeppni á milli landa, en hún felur í sér að einstök lönd reyna að laða til sín fjármagn og starfsfólk með því að bjóða fram lága skatta. Teather segir skattasamkeppni vera öllum í hag, sérstaklega þeim löndum, sem nýti sér kosti alþjóðlegrar verkaskiptingar og frjálsra viðskipta. Skattasamkeppni haldi jafnframt í skefjum viðleitni stjórnmálamanna til að hækka skatta. Með því auki hún hagsæld og auðveldi fjárfestingar.

Skattadagur Deloitte, í samstarfi við Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands og Viðskiptablað Morgunblaðsins, verður haldinn miðvikudaginn 9. janúar 2008 á Grand Hótel Reykjavík. Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, setur fundinn en meðal frummælenda er Richard Teather skattasérfræðingur og kennari við háskólann í Bournemouth. Hann mun fjalla um skattasamkeppni á milli landa, en hún felur í sér að einstök lönd reyna að laða til sín fjármagn og starfsfólk með því að bjóða fram lága skatta. Teather segir skattasamkeppni vera öllum í hag, sérstaklega þeim löndum, sem nýti sér kosti alþjóðlegrar verkaskiptingar og frjálsra viðskipta.  Skattasamkeppni haldi jafnframt í skefjum viðleitni stjórnmálamanna til að hækka skatta. Með því auki hún hagsæld og auðveldi fjárfestingar.

Suðlar að hagkvæmni á fjármagnsmörkuðum

Í erindi Teather mun hann færa rök fyrir því að lágskattalönd stuðli að hagkvæmari fjármagnsmörkuðum og að andstaða við skattasamkeppni sé lítt á rökum reist. Hún feli oft í sér misskilning á eðli lágskattalanda. Ef tilraunir alþjóðastofnana eins og Evrópusambandsins og OECD til að takmarka skattasamkeppni milli landa takist, þá muni það skaða alþjóðahagkerfið. Hins vegar megi gagnrýna skattasamkeppni þegar ríkisstjórnir Evrópulanda bjóða sérstök skattafríðindi.

Á Skattadeginum munu sérfræðingar Deloitte einnig  fjalla um áhrif breytinga á skattalögum 2007, um skatta- og lagalega stöðu erlends starfsfólks  á Íslandi og um áhrif tvísköttunar í virðisaukaskatti og hvað beri að hafa í huga til að koma í veg fyrir hana.

Skattadagurinn hefst með skráningu og morgunverði kl. 8:15

- dagskrá verður lokið kl. 10:00.

Þátttökugjald er kr. 2.500. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku með tölvupósti á skraning@deloitte.is eða  í síma 580 3000.

Sjá nánar:

Frekari uppýsingar og dagskrá á vef Deloitte

Nánari upplýsingar um Richard Teather 

Samtök atvinnulífsins