Skattadagur Deloitte, SA og VÍ er á fimmtudaginn

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 10. janúar 2013, kl. 8.30-10.00. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.00.

Dagskrá fundarins:

 • Hagkvæm auðlindagjaldtaka - Daði Már Kristófersson

  , dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands

 • Skattar eða upptaka eigna? - Garðar Valdimarsson

  , hrl. á skatta- og lögfræðisviði Deloitte

 • Áhrif skattalagabreytinga á verðbréfafyrirtæki - Tanya Zharov

  , framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Auðar Capital

 • Áhrif tryggingagjalds á minni fyrirtæki - Sigurjón M. Egilsson

  , blaðamaður og útgefandi

 • Helstu skattabreytingar og fundarstjórn

  : Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte

Vinsamlegast skráið þátttöku með tölvupósti á skraning@deloitte.is eða í síma 580-3000.

Fundurinn fer fram í Gullteig á Grand Hótel Reykjavík. Verð kr. 3.900.

Dagskrá fundarins - PDF