Skapandi hönnun úr áli

Miðvikudaginn 28. ágúst fer fram áhugaverð ráðstefna í Arion banka. Þar verður rýnt í þau tækifæri sem felast í álframleiðslu á Íslandi og hvaða framtíðarmöguleikar felast í frekari nýtingu á íslensku áli. Skapandi hönnun, ál og nýsköpun verða í forgrunni en ræðumenn eru framarlega á sviði álframleiðslu, hönnunar og viðskipta. Einn af fremstu hönnuðum Dana stígur m.a. á stokk, Johannes Torpe, en hann er listrænn stjórnandi hjá Bang & Olufsen og er þekktur fyrir djarfa, frumlega og framúrstefnuleg hönnun.

Þá flytur Jan Stavik erindi en hann er framkvæmdastjóri hönnunarráðsins í Noregi. Stavik hefur gengt stjórnunar- og markaðsstörfum fyrir norsk og alþjóðleg fyrirtæki á borð við Univelever, Coca-Cola, Royal Caribbean Cruise Line og EAC-KiMS Ltd. Í Malasíu.

Hans Reich flytur einnig erindi en hann rekur Production Leap, þróunarverkefni fyrir minni og meðalstór fyrirtæki. Reich hefur starfað fyrir bílaframleiðendur á borð við Saab og Volvo auk þess að starfa sem fagstjóri við Chalmers tækniháskólann í Gautaborg.

Rosa Garcia Pineiro fjallar um álframleiðsluna en hún er framkvæmdastjóri umhverfis-, heilbrigðis- og öryggismála í frumframleiðslu Alcoa. Garcia ber ábyrgð á Íslandi sem framleiðslusvæði Alcoa sem er þriðji stærsti álframleiðandi í heimi og rekur Fjarðarál í Reyðarfirði.

Fundarstjóri er Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og frummælendur má nálgast á vef Samtaka iðnaðarins.

Ráðstefnan fer fram í Arion banka, Borgartúni 19. miðvikudaginn 28. ágúst kl. 13.00 - 17.00. Ráðstefnan er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

Ráðstefnan er hluti af verkefninu 13AL+ sem er samstarfsverkefni íslenskra hönnuða og sænskra álframleiðenda. Verkefnið hófst 2012 og gengur út á að skoða frekari möguleika sem felast í álframleiðslu á Íslandi.

Fimm íslenskir hönnuðir Sigga Heimis, Þóra Birna, Snæbjörn Stéfansson, Garðar Eyjólfsson og Katrín Ólina fóru til Möbelriket og Design Region Småland í Svíþjóð þar sem þau öðluðust frekari verkkunnáttu á áli. Þá þekkingu nýttu hönnuðurnir síðar í samstarfi við íslenska og sænska framleiðendur.

Fyrstu eintök af vörum hönnuðana voru kynntar á Stockholm Design Week 2013 og síðar á HönnunarMars 2013. Ráðstefnan er síðasti áfangi verkefnisins.