Sjöfn, Edda Lilja, Marín, Kjartan og þú - á aðalfundi SA 18. apríl (1)

Fjórir stjórnendur úr íslensku atvinnulífi munu fjalla um hvernig hægt sé að uppfæra Ísland - á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins þann 18. apríl nk. Sjöfn Sigurgísladóttir, einn stofnenda Íslenskrar matorku, Edda Lilja Sveinsdóttir, sviðsstjóri verkfræðisviðs Actavis, Marín Magnúsdóttir, eigandi Practical og Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands stíga á stokk á opinni dagskrá fundarins og fjalla um þau tækifæri sem eru til staðar til að sækja fram. Skráning stendur nú yfir á vef SA. Mikill áhugi er á fundinum og því vissara að skrá þátttöku fyrr en seinna.


SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

OPIN DAGSKRÁ AÐALFUNDAR SA (PDF)

Yfirskrift fundarins er Uppfærum Ísland en meðal ræðumanna á opinni dagskrá fundarins sem hefst kl. 14 verður einnig Christoffer Taxell, forystumaður í finnsku atvinnulífi og fyrrverandi menntamálaráðherra Finnlands. Vilmundur Jósefsson, formaður SA flytur einnig ávarp.

Samtök atvinnulífsins munu á fundinum leggja fram beinar tillögur að uppfærslu Íslands, sterkara menntakerfi og öflugra atvinnulífi. Fundarstjóri er Ari Edwald, forstjóri 365 miðla.

Smelltu til að skrá þig!