Sjávarútvegurinn skiptir alla launþega máli

Starfsskilyrði og afkoma eins af helstu atvinnuvegum þjóðarinnar hafa víðtæk áhrif á efnahagslífið og vinnumarkaðinn í heild og það er reginmisskilningur að rekstrarskilyrði sjávarútvegsins komi meirihluta launafólks á Íslandi ekki við. Þetta segir Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins í leiðara í dag. "Í stjórnarliðinu eru á kreiki hugmyndir um róttækar breytingar á fiskveiðistjórnun, sem geta sett afkomu og tekjur sjávarútvegsins í fullkomið uppnám, þótt ekki sé nema vegna hugsanlegra áhrifa á gengi krónunnar og þar með verðlag í landinu og skuldabyrði almennings. Á meðan óvissa ríkir um fiskveiðistjórnunina halda sjávarútvegsfyrirtækin að sér höndum í fjárfestingum og ný störf verða ekki til, hvorki hjá þeim né fyrirtækjum sem vinna fyrir sjávarútveginn. Meðal annars af þessum sökum kemur hlutskipti sjávarútvegsins öllum launþegum á Íslandi við."

Leiðara Ólafs Stephensen í Fréttablaðinu 27. janúar má lesa á vef Vísis en Ólafur segir ríkisstjórnina hafa gott tækifæri til að ná sátt um framtíð fiskveiðistjórnunar við Ísland á grundvelli svokallaðrar sáttaleiðar.

Leiðari Fréttablaðsins 27. janúar 2011: Ógn eða tækifæri?