Sjáðu úr hverju íslenskt atvinnulíf er gert

Samtök atvinnulífsins horfa til framtíðar á aðalfundi SA 2013 þann 6. mars nk. og í tilefni dagsins ætlum við að bjóða aðalfundargestum upp á magnaða ljósmyndasýningu á Hilton Reykjavík Nordica af íslensku atvinnulífi. Samtök atvinnulífsins eru stolt af því frábæra starfi sem unnið er í fyrirtækjum landins af stjórnendum og starfsfólki þeirra við mjög erfiðar aðstæður. Nú er kominn tími til að sækja fram.

Samtök atvinnulífsins hvöttu félagsmenn nýverið til að senda inn myndir af verðmætaframleiðslunni, störfunum, starfsfólkinu eða samstarfsfólki. Myndirnar streyma inn og ljóst að aðalfundargestir SA munu fá að sjá raunverulega úr hverju íslenskt atvinnulíf er gert.

Mánafiskur og 3 Frakkar á góðri stund

Hörður Vilberg tekur við myndum í tölvupósti á hordur@sa.is og veitir jafnframt nánari upplýsingar í síma 591-0005.

Dagskrá aðalfundar og skráning er hér

Við hlökkum til að sjá þig.