Síminn skrifar undir Global Compact

Síminn hf. er nú meðal þeirra fyrirtækja sem hafa skrifað undir UN Global Compact - sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð fyrirtækja. "Þannig tileinkar Síminn sér tíu viðmið Global Compact um samfélagsábyrgð og mun árlega greina frá árangri sínum í verkefnum þeim tengdum," segir Fanney Karlsdóttir, sérfræðingur Símans í samfélagsábyrgð.


 "Með því að skoða og greina það sem við gerum tryggjum við að skuldbinding Símans til samfélagslegrar ábyrgðar verði samfélaginu, viðskiptavinum fyrirtækisins og starfsfólki þess til hagsbóta."

Samtök atvinnulífsins eru tengiliður á Íslandi við Global Compact.

Sjá nánar  á vef Símans»

Tengt efni:

Vefur Global Compact

Vefur norrænna  Global Compact fyrirtækja