Símenntunardagur í fyrirtækjum

Árlegur símenntunardagur í fyrirtækjum er miðvikudagurinn 26. september. Fyrirtæki eru hvött til að tileinka þann dag fræðslumálum starfsmanna, t.d. með því að kynna fræðslustefnu sína eða halda námskeið. Þá fjalla fræðsluaðilar almennt um fræðslumál. Mímir símenntun stendur m.a. fyrir opnum fundi undir yfirskriftinni Viskubrunnar fyrirtækjanna þar sem fjallað verður um þarfir, hindranir og tækifæri fyrirtækja og einstaklinga með litla formlega menntun. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, flytur ávarp en meðal frummælenda er Gunnhildur Arnardóttir, forstöðumaður starfsmannasviðs Securitas. Skráning er á vef Mímis