SFF dagurinn í Borgarleikhúsinu

SFF dagurinn verður haldinn hátíðlegur í Borgarleikhúsinu fimmtudaginn 26. apríl næstkomandi. Þar munu Samtök fjármálafyrirtækja efna til ráðstefnu þar sem Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, mun fjalla um stöðu íslensks fjármálamarkaðar og Bjarni Ármannsson formaður Samtaka fjármálafyrirtækja flytja erindi. Erlendur gestur ráðstefnunnar er Sandeep Agraval, framkvæmdastjóri Credit Suisse, og flytur hann erindið „ Sailing the turbulent waters of international capital markets.” Dagskrá hefst klukkan 14:00 með aðalfundi SFF en ráðstefnan hefst klukkan 14:15 og lýkur klukkutíma síðar. Ráðstefnustjóri er Margrét Kristmannsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri.