SFF-dagurinn er á fimmtudaginn

SFF-dagur Samtaka fjármálarfyrirtækja verður haldinn fimmtudaginn 5. desember. Í ár er dagurinn tileinkaður fjármálafræðslu. Efling almennrar fjármálafræðslu hefur verið eitt af áherslumálum SFF á undanförnum árum. Stórt skref var stigið í þeirri vinnu í ársbyrjun þegar SFF hófu að styrkja sérstakt verkefni um tilraunakennslu um fjármál í völdum grunn- og framhaldsskólum á landinu. Bundnar eru miklar vonir við að tilraunakennslan leiði í ljós hvar og hvernig þessari fræðslu verði best fyrir komið í náminu þannig að tryggt sé að allir nemendur fái notið hennar í framtíðinni.

Á SFF-deginum verður farið yfir og stöðu fjármálafræðslu almennt hér á landi. Ráðstefnan fer fram í stóra sal Arion-banka, Borgartúni 19 kl. 14-16.15.

Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast á vef SFF.

Hægt er að skrá verður þátttöku með því að senda tölvupóst á sff@sff.is.