Efnahagsmál - 

21. Maí 2010

SFF: Bætur vegna sjúkdómatrygginga verði ekki skattskyldar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

SFF: Bætur vegna sjúkdómatrygginga verði ekki skattskyldar

Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) telja mikilvægt að eyða óvissu um skattalega meðferð bóta og taka undir sjónarmið Gigtarfélags Íslands, Hjartaheillar og Krabbameinsfélagsins í bréfi til efnahags- og skattanefndar Alþingis þar sem bent er á að brýnt sé að taka af öll tvímæli um að bætur úr sjúkdómatryggingum séu ekki og verði ekki til framtíðar tekjuskattsskyldar. Þetta kemur fram í samantekt SFF um skattlagningu sjúkdómatrygginga sem birt er á vef samtakanna.

Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) telja mikilvægt að eyða óvissu um skattalega meðferð bóta og taka undir sjónarmið  Gigtarfélags Íslands, Hjartaheillar og Krabbameinsfélagsins í bréfi til efnahags- og skattanefndar Alþingis þar sem bent er á að brýnt sé að taka af öll tvímæli um að bætur úr sjúkdómatryggingum séu ekki og verði ekki til framtíðar tekjuskattsskyldar. Þetta kemur fram í samantekt SFF um skattlagningu sjúkdómatrygginga sem birt er á vef samtakanna.

Í samantektinni kemur m.a. fram að SFF hafi farið þess á leit við efnahags- og skattanefnd Alþingis að 2. tl. 28. gr. tekjusattslaga verði breytt á þann hátt að tekin verði af öll tvímæli um að eingreiðslubætur úr sjúkdómatryggingum séu ekki tekjuskattsskyldar.

"Óvissa um skattskyldu bóta úr sjúkdómatryggingum kemur sér illa, ekki síst fyrir viðskiptavini vátryggingafélaga sem hafa keypt vátrygginguna og/eða móttekið bætur í þeirri trú að bætur séu skattfrjálsar."

Sjá nánar:

Samantekt SFF um skattlagningu sjúkdómatrygginga

Bréf Gigtarfélags Íslands, Hjartaheillar og Krabbameinsfélagsins til Alþingis

Samtök atvinnulífsins