Sérkjarasamningur vegna jarðgangagerðar undirritaður

Í dag var undirritaður sérkjarasamningur milli Samtaka atvinnulífsins og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga vegna vinnu við gerð jarðganga milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Samningurinn fjallar um  skipulegar 10 daga vinnulotur, fyrirkomulag vakta, ferðir til og frá vinnustað, tryggingar og öryggismál.  Samningurinn hefur sama gildistíma og aðalkjarasamningar samningsaðila, þ.e. til næstu áramóta.  Sjá samninginn.