Séreignarsparnaður að hámarki 2%

Frá og með 1. janúar 2012 verður heimilaður frádráttur frá tekjum vegna séreignarsparnaðar að hámarki 2% í stað 4%. Ef starfsmaður hefur fram til þessa lagt meira en 2% í séreignarsjóð ber atvinnurekanda að lækka frádráttinn í 2%. Starfsmaður getur óskað þess að halda frádrætti óbreyttum. Breytingin gildir tímabundið til ársloka 2014.

Atvinnurekanda ber að lækka frádráttinn niður í 2% jafnvel þótt starfsmaður hafi gert samning við lífeyrissjóð um hærri greiðslur. Er það gert til að koma í veg fyrir ómeðvitaða tvískattlagningu. Frá og með janúar 2015 ber atvinnurekanda að færa frádráttinn í fyrra horf. Sama gildir um starfstengda eftirlaunasjóði. Ef starfsmaður kýs að halda frádrætti óbreyttum skal hann leggja fram skriflega beiðni þess efnis.  

Sjá nánar 14. gr. laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum, lið c (III.)