Sendu okkur mynd af atvinnulífinu þínu!
Í tilefni aðalfundar Samtaka atvinnulífsins sem fer fram þann 7. apríl nk. á Hilton Reykjavík Nordica bregða SA á leik. Við ætlum að sýna úr hverju Samtök atvinnulífsins eru gerð og biðjum því félagsmenn SA um að senda okkur myndir af atvinnulífinu sínu - rekstrinum, starfsfólkinu og verðmætaframleiðslunni. Félagsmenn SA gegna mikilvægu hlutverki í verðmætasköpun þjóðarinnar en aðeins með kröftugri uppsveiflu í atvinnulífinu verður hægt að bæta lífskjör landsmanna á næstu árum.
Myndirnar verða til sýnis fyrir og eftir aðalfund SA á Nordica. Þegar hefur mikill fjöldi mynda borist en við hvetjum fyrirtæki innan SA til að senda okkur myndir.
Myndir má senda á Hörð Vilberg (hordur@sa.is ) sem gefur jafnframt nánari upplýsingar í síma 591-0005.
Dagskrá og skráning á aðalfund SA hér.
Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs. Aðildarfyrirtæki SA eru um tvö þúsund talsins og eru í ýmiss konar rekstri. Innan SA er að finna jafnt einyrkja sem stærstu fyrirtæki landsins. Hjá félagsmönnum SA starfar um helmingur launamanna á almenna vinnumarkaðnum á Íslandi - meira en 50.000 manns. Innan SA eru átta aðildarfélög sem starfa á grundvelli atvinnugreina.