SART og SI sameinast

Síðastliðinn föstudag var staðfestur samningur um sameiningu SART, Samtaka rafverktaka og SI, Samtaka iðnaðarins.  SART var áður eitt átta aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins en við sameininguna fækkar þeim í sjö.

Ástæður sameiningarinnar eru fyrst og fremst faglegar. Íslensk fyrirtæki þurfa að takast á við sífellt örari breytingar á starfsumhverfi sínu. Þörfin fyrir traustan bakhjarl er því brýn. Með sameiningunni er lagður grunnur að enn sterkari samtökum sem gæta hagsmuna íslensks iðnaðar.

Fleiri breytinga er að vænta á næstunni þegar frekari sameiningar verða í röðum hagsmunafélaga iðnaðarmanna sem sjá hagræði í því að vera sameinaðir á einum stað.

Sjá nánar á vef Samtaka iðnaðarins