Samtök atvinnurekenda í sjávarútvegi stofnuð

Landssamband íslenskra útvegsmanna og Samtök fiskvinnslustöðva hafa stofnað Samtök atvinnurekenda í sjávarútvegi. Um er að ræða samstarfsvettvang samtaka atvinnurekenda í sjávarútvegi, sem starfa innan Samtaka atvinnulífsins. Meginhlutverk samstarfsins felst í nánara samstarfi og samþættingu verkefna er varða kynningar- og ímyndarmál sjávarútvegsins, auk umhverfismála og annarra verkefna er varða sameiginlega hagsmuni. Sjá nánar á vef LÍÚ.