Efnahagsmál - 

26. Apríl 2011

Samtök atvinnulífsins skipa sjálf eigin nefndir

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samtök atvinnulífsins skipa sjálf eigin nefndir

"Atvinnurekendur hafa aldrei gert athugasemdir við hverjir skipi samninganefndir stéttarfélaga. Ég vænti því að fulltrúar launamanna séu ekki með slíka íhlutun í okkar mál," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Morgunblaðið í dag. Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands krafðist þess í fréttum RÚV í gærkvöldi að fulltrúar LÍÚ vikju frá samningaborði aðila vinnumarkaðarins.

"Atvinnurekendur hafa aldrei gert athugasemdir við hverjir skipi samninganefndir stéttarfélaga. Ég vænti því að fulltrúar launamanna séu ekki með slíka íhlutun í okkar mál," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Morgunblaðið í dag. Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands krafðist þess í fréttum RÚV í gærkvöldi að fulltrúar LÍÚ vikju frá samningaborði aðila vinnumarkaðarins.

Hlé varð á viðræðum SA og ASÍ um nýjan kjarasamning fyrir páska. Í dag munu SA funda hjá ríkissáttasemjara með Starfsgreinasambandinu og frekara framhald viðræðna skýrist í dag.

"Við reiknum með því að við munum hitta ASÍ mjög fljótlega en það er ekki búið að ákveða fundartíma og verður sjálfsagt ekki fyrr en eftir að við höfum fundað með Starfsgreinasambandinu," segir Vilmundur Jósefsson, formaður SA í samtali við mbl.is í dag.

Samtök atvinnulífsins