Samtök atvinnulífsins heimsækja vinnustaði - bókið núna
Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins heimsækja aðildarfyrirtæki SA þessa dagana og kynna nýja atvinnustefnu samtakanna sem nýverið kom út. Stjórnendur sem vilja fá Samtök atvinnulífsins í heimsókn til að kynna starfsmönnum sýn SA á hvernig snúa skuli vörn í sókn er velkomið að hafa samband til að finna hentugan tíma.
Áhugasamir hafi samband við Hörð Vilberg hjá SA með tölvupósti á hordur@sa.is eða í síma 591-0005.
Yfirskrift atvinnustefnu SA er Hagsýn, framsýn og áræðin atvinnustefna. Það er mat SA að í núverandi ástandi verði að bregðast rétt við þegar í stað, lágmarka skaðann og auðvelda nýja uppbyggingu. Atvinnustefna SA er innlegg í umræðu um hvernig þeirri uppbyggingu verði best háttað.
Sjá nánar á vef SA