Efnahagsmál - 

06. September 2001

Samtals sjö milljarða tap af rekstri 67 fyrirtækja

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samtals sjö milljarða tap af rekstri 67 fyrirtækja

Afkoma 67 fyrirtækja, sem fréttir hafa borist af, var mun verri á fyrri helmingi árs en á sama tíma í fyrra. Rúmlega fjögurra milljarða hagnaður á fyrri hluta ársins 2000 snýst í sjö milljarða tap á þessu ári. Arðsemi eigin fjár var tæplega - 8% í ár en var 5,5% árið 2000. Breytinguna má skýra með gengistapi á erlendum lánum. Fjárhæð lánanna hækkar í íslenskum krónum þegar gengi krónunnar lækkar. Segja má að fyrirtækin séu núna að fá bakreikning, því að kjör á erlendum lánum reyndust þegar upp var staðið ekki eins góð og talið var þegar þau voru tekin. Rekstrarafgangur fyrir fjármagnsliði eykst hins vegar úr 3,8 milljörðum árið 2000 í tæpa sjö milljarða árið 2001. Velta fyrirtækjanna var 224 milljarðar, jókst um 11% frá árinu á undan.

Afkoma 67 fyrirtækja, sem fréttir hafa borist af, var mun verri á fyrri helmingi árs en á sama tíma í fyrra.  Rúmlega  fjögurra milljarða hagnaður á fyrri hluta ársins 2000 snýst í  sjö milljarða tap á þessu ári. Arðsemi eigin fjár var tæplega - 8%  í ár en var  5,5% árið 2000.  Breytinguna má skýra með gengistapi á erlendum lánum. Fjárhæð lánanna hækkar í íslenskum krónum þegar gengi krónunnar lækkar. Segja má að fyrirtækin séu núna að fá bakreikning, því að kjör á erlendum lánum reyndust þegar upp var staðið ekki eins góð og talið var þegar þau voru tekin.  Rekstrarafgangur fyrir fjármagnsliði eykst hins vegar úr 3,8 milljörðum árið 2000 í tæpa  sjö milljarða árið 2001.  Velta fyrirtækjanna var 224 milljarðar, jókst um 11% frá árinu á undan.

Ágætur hagnaður er af tryggingafélögum, lítils háttar hagnaður er af fjármálafyrirtækjum (en mjög misjafn) og í iðnaði, en aðrar greinar voru reknar með tapi á fyrri hluta ársins.

Smellið á myndina.

Afkoma fyrir fjármagnsliði batnar mikið í sjávarútvegi, fer úr tæpum 3% af veltu í tæp 7%. Hún batnar nokkuð í iðnaði, en versnar mikið í samgöngum og annarri þjónustu.  Hátt verð á olíu og sjómannaverkfall koma sér illa fyrir samgöngufyrirtækin, en í annarri þjónustu munar mest um slæma afkomu nokkurra hugbúnaðarfyrirtækja. 


Gengislækkunin hefur bætt rekstur fyrirtækja sem fá tekjur að miklu leyti í erlendum gjaldeyri, en greiða kostnað (til dæmis laun) að miklu leyti í íslenskum krónum.

Tekjur þessara fyrirtækja hækka miðað við kostnað þegar krónan fellur. Gengislækkunin styrkir einnig stöðu þeirra fyrirtækja sem keppa við innflutning. Með þessu er ekki sagt að gengisfallið sé æskilegt frá sjónarhóli fyrirtækjanna þegar til lengdar lætur, því að það ýtir undir verðbólgu og óróa á vinnumarkaði.  Hætt er því við að afkomubatinn geti horfið á skömmum tíma.  Einnig er ljóst að miklar skuldir sjávarútvegs draga úr ávinningi hans af gengislækkun, auk þess sem verulegur hluti af rekstrarkostnaði t.d. fiskveiða fylgir verði á erlendri mynt. Sum innlend framleiðslufyrirtæki í erlendri samkeppni munu væntanlega ekki finna fyrir aukinni eftirspurn, þrátt fyrir bætta samkeppnisstöðu, vegna þess almenna samdráttar sem er að verða í einkaneyslu. Heildareftirspurn er að minnka. Gengistapið veldur miklum vanda - og getur jafnvel valdið gjaldþroti - hjá þeim sem skulda erlendis en fá tekjur að mestu leyti í krónum.

Smellið á myndina.

    <"o" ns="urn:schemas-microsoft-com:office:office" />

Heimild: Seðlabanki Íslands.

Eins og sést á myndinni er raungengi krónunnar nú með lægsta móti og samkeppnisstaða útflutnings- og samkeppnisgreina því betri en oft áður.  Hið mikla gengisfall sem orðið hefur var því alls ekki nauðsynlegt vegna samkeppnisstöðunnar. 

Samtök atvinnulífsins