Samstöðufundur á Austurvelli

Í dag, fimmtudag, verður haldinn samstöðufundur útvegsmanna, sjómanna, landverkafólks og annarra áhugamanna um sjávarútvegsmál til að hvetja stjórnvöld að samþykkja ekki fyrirliggjandi frumvörp um stjórn fiskveiða og veiðigjöld óbreytt án vandaðrar vinnu og víðtæks samráðs.


Fundurinn hefst kl. 16:00. 

Eftirtaldir ávarpa fundinn:
Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna
Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands íslands
Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps
Ólöf Ýr Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Vélfags á Ólafsfirði
Þorvaldur Garðarsson, skipstjóri og útgerðarmaður á Sæunni Sæmundsóttur ÁR


SA hvetja til þess að sem flestir taki þátt í fundinum.