Samstarf SA við NUSUKA á Grænlandi

Samtök atvinnulífsins hafa tekið upp samstarf við Samtök grænlenskra atvinnurekenda – NUSUKA. Framkvæmdastjóri NUSUKA, Ole Aggo Markussen, segir samstarfið mikilvægt skref fyrir grænlenskt atvinnulíf og það muni tengja Ísland og Grænland betur saman. Samstarf landanna á sviði atvinnulífs verður aukið og munu SA meðal annars miðla félagsmönnum NUSUKA af reynslu sinni varðandi samskipti við ESB. Vefur NUSUKA