Samstarf opinberra aðila og einkageirans í þróunarríkjum

Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir hugmyndum þeirra sem eru í viðskiptum eða með starfsemi í þróunarlöndum um verkefni sem skulu miða að uppbyggingu á raunhæfu samstarfi opinberra aðila og einkageirans í þróunarríkjum. Verkefnið kallast Nordic Business Outreach og hefur þegar verið hleypt af stokkunum á Norðurlöndum og gefur góða raun. Tilgangur verkefnisins er m.a. að sameina markmið Sameinuðu þjóðanna um aukna þátttöku einkageirans í þróunarsamvinnu og vinna jafnframt að framgangi stefnumiða Íslands í þróunarmálum.

Verkefnið er til þriggja ára og er stefnt að því að setja saman fimm tilraunaverkefni á því tímabili í samstarfi við íslensk fyrirtæki, stofnanir og samtök. Stuðningur ráðuneytisins við verkefnið felst í að greiða fyrir ráðgjöf og vinnu við mótun verkefnahugmynda og að tryggja að verkefnið fái brautargengi í viðkomandi landi. Skilafrestur er til 7. september næstkomandi.

Nánari upplýsingar má finna á vef ráðuneytisins