Samræming vinnu og einkalífs: viðurkenning

Í tengslum við ráðstefnu um samræmingu vinnu og einkalífs 10. nóvember nk. á hótel Nordica, verður veitt viðurkenning fyrir framlag sem stuðlar að samræmingu vinnu og einkalífs í orði og verki. Tekið er á móti ábendingum vegna hennar til 31. október og tekið skal fram að senda má inn ábendingar um eigin vinnustað. Sjá nánar á vef hins gullna jafnvægis.