Samorka flytur í Hús atvinnulífsins

Samorka – samtök orku og veitufyrirtækja flytja í Hús atvinnulífsins í fyrri hluta nóvember. Starfsemi Samorku mun taka verulegum breytingum á næstunni í kjölfar stefnumótunarvinnu, meðal annars með flutningi skrifstofunnar í Hús atvinnulífsins og ráðningu tveggja sérfræðinga á sviðum greiningar og upplýsingamála.

Samtök atvinnulífsins og starfsfólk í Húsi atvinnulífsins bjóða Samorku velkomin í húsið. Öll aðildarsamtök SA eru því komin undir eitt þak eins og stefnt var að við stofnun samtakanna árið 1999, en Samorka er eitt sex aðildarsamtaka Samtaka atvinnulífsins.