Samorka: 23% orkugetu í nýtingarflokk

Drög að þingsályktun um rammaáætlun sem kynnt voru á dögunum gera ráð fyrir að orkukostir sem skilað gætu um 13.900 gígavatt stundum (GWh) á ári fari í verndarflokk, 11.900 í nýtingarflokk og 11.000 í biðflokk. Mesta áætlaða orkuvinnslugetan er þó innan svæða sem hlotið hafa friðlýsingu, eða 15.100 GWh. Þetta kemur fram í umfjöllun Samorku en segja má að um 23% orkuvinnslugetunnar sem til umfjöllunar var í vinnu verkefnisstjórnar fari í nýtingarflokk. Verndarflokkurinn er stærstur.

Sjá nánar á vef Samorku