Efnahagsmál - 

09. október 2012

Samkomulag um skattamál stóriðjunnar hundsað

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samkomulag um skattamál stóriðjunnar hundsað

"Þetta er greinilega pólitísk ákvörðun ríkisstjórnarinnar og þvert á það sem áður hefur verið skrifað undir. Það er augljóst mál að við höfum almennt ekki áhuga á að gera samkomulag sem er síðan hundsað með þessum hætti," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í Morgunblaðinu í dag, um þau ummæli Katrínar Júlíusdóttur, fjármálararáðherra, á mbl.is í gær að raforkuskattur á stóriðjufyrirtækin yrði áfram í gildi til ársins 2018 þvert gegn samkomulagi aðila frá því 2009.

"Þetta er greinilega pólitísk ákvörðun ríkisstjórnarinnar og þvert á það sem áður hefur verið skrifað undir. Það er augljóst mál að við höfum almennt ekki áhuga á að gera samkomulag sem er síðan hundsað með þessum hætti," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í Morgunblaðinu í dag, um þau ummæli Katrínar Júlíusdóttur, fjármálararáðherra, á mbl.is í gær að raforkuskattur á stóriðjufyrirtækin yrði áfram í gildi til ársins 2018 þvert gegn samkomulagi aðila frá því 2009.

Í umfjöllun Morgunblaðsins 9. október 2012 segir:

"Skrifað var undir samning í desember árið 2009 milli Samtaka atvinnulífsins og Samtaka álframleiðenda annars vegar og fjármálaráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins hins vegar um að stóriðjufyrirtækin myndu greiða 1,2 milljarða króna árlega frá 2010 til og með 2012 í fyrirframgreiðslu á tekjuskatti og öðrum opinberum gjöldum fyrir árin 2013-2018. Einnig var samið um að greiða 0,12 króna skatt á hverja kílóvattsstund næstu þrjú árin og tekið fram í samkomulaginu að þessi skattur myndi falla niður í árslok 2012. Nú ætla stjórnvöld að framlengja þennan skatt til 2018.

"Það kemur skýrt fram í samkomulaginu að þetta sé tímabundið fyrirkomulag. Einnig var rætt um að á gildistíma samkomulagsins yrði rætt um framhald skattlagningarinnar og m.a. þá forsendu að skattaumhverfi stóriðjufyrirtækjanna hér yrði að vera sambærilegt því sem er í Evrópu. Engar viðræður um þetta hafa átt sér stað, aðeins bréfaskipti," segir Vilhjálmur og vísar þar m.a. til bréfs frá fjármálaráðherra í ágúst 2010, Steingrími J. Sigfússyni, um að ekki stæði til annað en að virða samkomulagið frá 2009.

Hafa notið gengislækkunar

Vonast Vilhjálmur til að fundað verði með fjármálaráðuneytinu á næstunni en minnisblöð hafa gengið á milli aðila í tengslum við orkuskattinn og tryggingagjaldið.

Í samtali við mbl.is sagði Katrín Júlíusdóttir tímabundnar aðstæður ríkissjóðs og erfiðleika í efnahagslífinu kalla á áframhaldandi skattheimtu, auk þess sem útflutningsfyrirtæki eins og stóriðjan hefðu helst notið ávinnings vegna lækkunar á gengi íslensku krónunnar. Í þeirri stöðu hefði ákvörðun um áframhaldandi skatt verið tekin."

Samtök atvinnulífsins